29.6.2007 | 06:41
Ahhhh...
Eftir þriggja mánaða ferli með mismiklu stressi og álagi þá er prófið búið og sumarfríið í höfn. Tilkynni hérmeð stolt að ég fékk 11 sem er alveg hellingur.
Þrátt fyrir gleðina yfir því að vera búin í stressinu verð ég að viðurkenna að það tekur hálfgert tómarúm við. Hvað nú? Ja, vinna í H&M til dæmis en ég verð að viðurkenna að starfið er ekki mjög gefandi (fæ ekki einu sinni afslátt!). Ætli maður byrji ekki bara aftur í ræktinni. Er hvort sem er að borga stórfé fyrir aðganginn. Loka svo bara augunumog ímynda mér að ég sé í Suður-Frakklandi. Mmmm...lavender, sólblóm, matur og vín.
Addi var búinn að vera nákvæmlega þrjá daga í nýju vinnunni þegar hann var búinn að pota sér í betra djobb. Ekki að spyrja að því. Hann var semsagt að byrja í dag hjá thg arkitektum sem eru með skrifstofu hérna í Kaupmannahöfn. Þetta er auðvitað frábært hvað framtíðarmöguleikana varðar því stofan er bæði hér og á Íslandi. Ég efast ekki um að kallinn komi sér vel fyrir. Hann er í rauninni að vinna við það sem hann myndi gera eftir útskrift þannig að hann er mjög kátur þessa dagana!
Felix var að leggja af stað í skólann í síðasta skiptið þetta skólaárið. Ég er með smá samviskubit yfir því að fylgja honum ekki. Gat bara ekki látið sjá mig á náttbuxunum með úfið hárið - sorrí! Ekki það að mér finnist hann þurfa fylgd á hverjum degi. Hann getur alveg gert þetta sjálfur. Dönsku börnin eru svo ofvernduð að það liggur við að sum séu enn með þumalputtann í munninum. Þeim er fylgt og ekki sagt bless fyrr en þau eru komin í örugga höfn. Finnst stundum eins og það sé svolítil aumingjaræktun í gangi hérna. Það er kannski bara ég.
Gleðilegt sumar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.