Gleðilegt ár!

Ahhhh...þá get ég andað léttar. Mér finnst alltaf svo gott að fá nýtt ár. Jólin eru yndisleg en það fer að slá í þau svo fljótt. Nú get ég farið að tína skrautið saman og gera allt hreint og fínt.

Svona til að tína til það síðasta, þá gekk prófið eins og við var að búast - ekki vel, ekki illa. Kemur þó fyrst í ljós þegar einkunnin birtist.

Jólin voru indæl. Mamma og pabbi komu á aðfangadag og svo skelltum við okkur í át- og pakkabrjálæði. Öndin heppnaðist einstaklega vel og strákarnir fengu allt of marga pakka. Allt eins og það á að vera semsagt. 

Við Addi brugðum okkur til Stokkhólms þann 27. Ég gaf honum utanlandsferð í jólagjöf! Mjög flott á því  þetta árið. En það var mjög gaman að koma þangað. Gamli hlutinn af borginni er ofboðslega fallegur og þar leið mér vel. Mér leið ekki eins vel í hinum hlutanum þar sem fólk var að tapa sér í útsölubrjálæði. Svíar slá greinilega ekki slöku við í innkaupunum frekar en aðrir. 

Gamlárskvöldi eyddum við með vinum okkar hér í hverfinu. Asbjørn og familie buðu til rækju- og dádýralærisveislu og ég gerði skyrtertu í eftirrétt. Mjög gaman. 8 fullorðnir og 7 börn á aldrinum 1 - 7 ára. Mjög fjörugt!

Nú ætla ég að búa til kæmpebrunch, koma ma og pa út á flugvöll og svo tekur hversdagsleikinn við á morgun. Það verður ekkert mál að vekja Felix kl 7 í fyrramálið og koma honum í skólann...

Svo er ég líka komin með nýja vinnu. Sjáumst í Fields... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár elskurnar mínar !!!!

....já alltaf gaman þegar kemur nýtt ár, hvað ætli gerist á nýja árinu og svona.... doldið spennó !!!

Heyri fljótt í ykkur,

Knus og kys,

Gyða

Gyða Björk (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband