6 dagar og 22 tímar

Er tíminn sem ég hef til að lesa fyrir þetta próf og hann líður hratt. Sjálfsaginn er enginn og ég myndi frekar vilja fara í prófið á morgun ólesin en að hafa þetta hangandi yfir mér í viku í viðbót. Segið svo að ég hafi engan metnað!

Felix er búinn að vera heima í þrjá daga núna með hósta og kvef og við erum búin að hafa það voða huggó en afköst í lestri og vinnu eru eftir því.

Mér er boðið í afmælispartí hjá bekkjarsystur minni í kvöld. Hún verður tvítug á morgun. Jamm. Gaman að fá tækifæri til að upplifa tvítugsafmælin aftur. Mitt var skemmtilegt. Ég var svo heppin að eiga afmæli í janúar og því sú fyrsta í vinkvennahópnum sem náði þessum merka áfanga. Það var magnaður nornaseiður fyrir mig í bakgarði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð, svo skálað í freyðivíni yfir smá pool-spili. Þegar að kveldi var komið var mér boðið út að borða á einhvern ítalskan veitingastað á Laugavegi sem hætti eflaust fyrir tíu árum(já, það er svo langt síðan). Það minnistæðasta við þá heimsókn var ítalski "sjarmörinn" sem kom og söng Gente di mare ásamt öðrum smellum sem við kunnum allar textana við - á íslensku!  Hann var um það bil tuttugu árum of gamall og tuttugu kílóum of þungur til að vera mjög sjarmerandi - at the time. Hvað ætli mér þætti um hann í dag? Ég man ég var í brúnum kjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband