Kamar Arnarsson

Ahahaha. Ég er svo fyndin stundum. Var að glugga í vikuritið Sirkus á netinu, en það er mín helsta íslenska hallærisslúðurveita hér í útlandinu. Las þar merka "grein" um þá tilhneigingu fallega og fræga fólksins á Íslandi að skíra börn sín nöfnum samsettum úr nöfnum föður og móður. Ég varð að sjálfsögðu að prófa að vera fræg og falleg og ímynda mér hvað næsta afkvæmi okkar Adda myndi þá heita. Mér fannst Kamar tvímælalaust besta útkoman. Er ekki aðalmálið að vera öðruvísi? Ég meina, smá stríðni herðir krakkann bara er það ekki? Aðrir möguleikar eru Arný, Armilla og Guðar. Skemmtilegur leikur. 

Annað ekki eins skemmtilegt var að sjá myndir af Íslendingum sleikja sólina í sundlaugunum sem ég sakna á meðan ég sit hér grá og guggin í rigningunni og safna líkamshári. Ohhh.

Og svona bara svo það sé á hreinu þá erum við Addi EKKI að skipuleggja frekari barneignir. Þetta er gott í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ sæta, bara rétt að kvitta fyrir innlitið, gaman að sjá að einhver sem maður þekkir persónulega nennir að blogga, ekki nenni ég því! Endilega keep it up :-)

Til lukku með próflok og alles, vonandi sýnið þið ykkur nú á klakanum fyrr en síðar, er einmitt að fara að kíkja til Unu í kvöld með bjór og hitta Guðrúnu, vei!!

Kveðja, Bryndís og co

Ps. Hvernig hljómar Stefdís?

Bryndís Sigtryggsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 14:14

2 identicon

Hólar, Lalfur, Afdal og Hófur hljómar ekki vel ...............jiiii börnin okkar heppin að eiga ekki fræga foreldra

Hulda Lind (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 18:38

3 identicon

hehe...ég mun kynna ykkur fyrir(eftir svona jiii nokkur ár) Einelu og Manar...töff

Manuela (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband