Lægð

Lægðirnar eru farnar að hafa áhrif á mig og mig vantar góða sólríka og hlýja hæð takk. Fékk að vita í gær að ég eigi ekki rétt áfrekari námslánum. Fimm ára reglan svokallaða - sem ég hélt af einhverjum ástæðum að héti sjö ára reglan - segir að ég fái ekki meiri LÍN peninga. Ohhhh.

Nenni ekki svona. Mig langar að klára þetta nám og mig langar ekki að fara að vinna. Græði ekkert á því hér í skattahelvítinu Danmörku. Hér er gert vel við barnafólk í námi en um leið og ég færi að vinna þá hverfa húsaleigubætur, frípláss í leikskóla og önnur fríðindi - og borga amk 50% í skatt. Ohhhh!

Lort!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Karlsson

Guðný mín, ekki láta deigann síga, það eru bjartir tímar framundan. Mamma að koma í heimsókn og kemur með sólina með sér eins og ávallt.

Verst þó fyrir mig sem þarf þá að hírast einn í rigningu norður í Bugi.

Tel það þó ekki eftir mér, bíð bara spenntur eftir að fá hana og Flóka til mín.

Húsaleigubætur og frípláss í leikskóla eru ekki það versta sem maður verður af í lífinu,  hverfi brosið og lífsgleðin, þá fyrst getur maður sagt;

"Lort!"

Ari Karlsson, 12.7.2007 kl. 21:00

2 identicon

Takk pabbi. Ég veit. Og så blev de allesammen pludselig blinde! Bjartari skrif á morgun :-)

GC (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:25

3 identicon

always look on the bright sides of life...... flaut flaut....flaut flaut flaut flaut ..

Hvernig er þetta með myndasíðuna ykkar......... Þegar þú hefur reddað námslánunum, þá kannski reddarðu myndasíðunni, okey??   Bara svona svo þú hafir alltaf nóg fyrir stafni.

Love u og hlakka til að koma til ykkar

Gyða Björk (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband