Hrukkur

Á nýja næturkreminu mínu stendur: reduces expression lines. Á dagkreminu úr sömu línu stendur: reduces wrinkles. Er maður með wrinkles á daginn og expression lines um nætur? Mig langar ekkert að vera með mikið af wrinkles en mér finnst mjög aðlaðandi að hafa expression lines. Tjáningarlínur eru svo miklu fallegri en hrukkur. Hrollur með hrukkur. Nú geri ég tilraun. Set dagkremið á mig á kvöldin og næturkremið á morgnana. Úúúh...spennó!

Sumarið kom um síðir aftur til Danmerkur og það er ljúft. Við sóluðum okkur í Svíþjóð um síðustu helgi, á Sjællands Odde á mánudaginn, á Islands Brygge á þriðjudaginn, á Bellevue ströndinni í gær og í Kongens Have í dag. Kannski maður verði bara heima á morgun? Þyrfti reyndar að loka mig inni og taka til aaallan daginn því það situr á hakanum í svona veðri með börnin í fríi. Sælan má vara aðeins lengur og svo er fríið búið í næstu viku. Felix fer aftur í skólann, Úlfar í Vuggestuen og ég kannski að vinna. Hver veit?

Ég finn að sumarið er að styttast í annan endann þó besta veðrið sé núna. Allt fyllist af skóladóti og nýjum vörum í búðunum og ég finn mig knúna til að kaupa mér nýja penna, stílabækur sem ég hef ekkert við að gera og fataverslanir freista með skiltum sem á stendur New Collection! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband