Bíllinn kyrrsettur

Það kom að því. Fór með bílinn á verkstæði í gær bara svona til að láta líta á hann og vera viss um að það væri óhætt að aka honum yfirleitt. Hljóðið sem heyrist í beygjum hafði nefnilega gerst ansi fyrirferðarmikið. Ég fékk ungan verkstæðismann til að fara í bíltúr og hlusta. Hann stakk af og þegar mér var farið að gruna að hann kæmi aldrei aftur birtist hann með sorgarsvip. "Det er alvorligt, det her." sagði verkstæðismaðurinn og fékk eldri og reyndari verkstæðismann til að líta á sjúklinginn. Sá leit undir drossíuna og sagði, "det kommer til med at koste mange penge!". Svo litu þeir á mig og úr svip þeirra las ég meðaumkun blandaða undrun yfir því að ég hefði ekki komið fyrr. (Addi mjög feginn að það var ekki hann sem fór) Díagnósan hljóðaði mjög flókin (enda á dönsku verkstæðismáli) en það sem ég hjó eftir var það að dekkin gætu skyndilega rokið undan bílnum á ferð. Hann er semsagt kyrrsettur. Nú er það bara reiðhjólið og ég vona að haustið verði milt og að hann hangi þurr fram á vor. 

Ég ætla að skrópa í skólanum í dag. Húseigendur ætla að koma í heimsókn seinnipartinn og ég þarf að taka til. Getur þetta fólk ekki bara verið í Afríku þar sem það á heima!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband