26.11.2007 | 21:55
Púff, hvert fara dagarnir?
Tíminn líður doooldið hratt núna. Mér finnst bara alltaf vera föstudagur. Ekki það að föstudagar séu ekki ágætir út af fyrir sig, en ég þarf að koma einhverju í verk hina dagana!
Núna er kominn tími á próflestur og það er voða erfitt að koma sér í gang. Skólinn er kominn mjög aftarlega í forgangsröðina en það gengur ekki. Tvö próf eftir og svo allt búið. Kannski bara að eilífu? Þá á ég við skólagöngu, sko. Ég er ekki að vera dramatísk.
Hér var snjór í morgun. Fyrir þá sem hafa gaman að veðurfréttum.
Almáttugur! Andleysið er ganga af mér dauðri. Snúum okkur þá að próflestri.
p.s. Búin að redda pössun. Vill þó þakka öllum umsækjendum fyrir áhugann á stöðunni og fullvissa þá um að þeirra tími mun koma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.