1.12.2007 | 11:51
Ilmurinn úr eldhúsinu...
Biscotti í ofninum, jólaskrautið að gægjast upp úr kössunum og Þursaflokkurinn í spilaranum(?!?). Já, það er kominn desember og það er bara gaman. Ég ætla aaaalveg að fara að lesa fyrir próf en bara aðeins baka og skreyta fyrst. Og fara á jólahlaðborð. Og fara í leikhús. Og skrifa jólakort. Og kaupa jólagjafir og jólatré. Iss, þetta próf er nú ekkert svo mikið mál - er það nokkuð?
Hreina sokka, soðna brók. Skemmtilegir textar hjá þeim.
Merkilegasta frétt vikunnar er skýrsla "vismændene" (fjórir prófessorar sem gefa út sína skoðun á því hvernig eigi að stjórna hagkerfi Danmörku og hvað sé almennt best í þeim málum). Þeir leggja þar til að komið verði á gáfusektum. Það þýðir að klárir, sprenglærðir Danir sem kæmu sér fyrir annars staðar í heiminum eftir útskrift þyrftu að borga "strafafgift" fyrir að yfirgefa dejlige Danmark. "Hjerneflugt" er þetta kallað. Menntamálaráðherra þykir tillagan "spændende". Er það bara ég, eða er þetta ekki svolítið taparalegt? Í staðinn fyrir að gera það að aðlaðandi kosti fyrir sprenglærð gáfumenni að ausa úr viskubrunni sínum í heimalandinu, þá á að setja þá í straff ef þeir gera það ekki. Mér finnst þetta öfugsnúið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.