9.10.2007 | 07:47
Vindar breytinga
Nú sit ég og fæ endurhvarf (takk orðabók.is) til verkefnisskrifa í vor. Þá sat ég hér í þessu sama vinnuherbergi og blótaði öllu og öllum, komin með upp í kok af verkefnavinnu og langaði bara að hætta. Svo jafnaði ég mig á því alveg um leið og við fengum góða einkunn. Var svo farin að kvíða því strax að þurfa að standa í þessu stressi aftur í vor. Kemur í ljós að ég kemst líklega hjá því. Veit einhver um ódýra 100 fermetra íbúð miðsvæðis í Reykjavík? Ef við byrjum að safna núna þá eigum við kannski fyrir hæð í Teigunum næsta sumar.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.