Komin aftur í Menntó

Ekki misskilja mig - ég var í MR og því ánægð með ráðahaginn. Finnst svolítið skemmtilegt að sjá Dag og Guðmund öðru megin við borðið og Gísla Martein hinum megin. Sé fyrir mér að Ólafur Teitur og Rúnar Freyr hlaupi í skarðið fyrir ónefnda borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og svo gætum við skipt einum út hinum megin fyrir einn gamlan MR-ing. Magnús Geir Þórðarson kannski? Svo gætum við endurreist gamalt Róðrarlið með Eyvind Sólnes í fararbroddi og nostalgían yrði fullkomnuð. Eins og Morfís keppni anno 1992.
mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að vinirnir hafa ákveðið að vera saman í vinnunni líka ha ha

Hulda Lind (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband